Þetta er taslvert merkilegur bátur Hilmar, sem þarna bíður örlaga sinna í nausti við Presthúsavör. Líklega er þetta síðasti trébáturinn sem smíðaður var á Akranesi. Magnús Magnússon, skipasmiður á Söndum, smíðaði hann 1963 eð 64 í bílskúrnum hjá sér á Krókatúninu. Báturinn var sjósettur í Krókalónið, settur fram af bakkanum, þar sem nú stendur húsið að Vesturgötu 59b. Kristmundur Árnason keypti síðan bátinn og gerði hann út á grásleppu úr Presthúsavör í mörg ár. Hann lagði braut fyrir bátinn niður í sjó og síðan var hann dreginn upp eftir hvern róður á vagni með aðstoð rafmagnsspils á bakkanum. Frændurnir Guðni Eyjólfsson og Bjarni Kristófersson, faðir minn, keyptu bátinn af Krismundi og gerðu hann í út í mörg ár. Eftir Bjarna naut ekki lengur við eignaðist Guðni bátinn einn og gerði hann út á grásleppu úr Presthúsavör ásamt Helga syni sínum. Þeirra síðasta vertíð á bátnum var vorið 2007.
Athugasemdir
Þetta er taslvert merkilegur bátur Hilmar, sem þarna bíður örlaga sinna í nausti við Presthúsavör. Líklega er þetta síðasti trébáturinn sem smíðaður var á Akranesi. Magnús Magnússon, skipasmiður á Söndum, smíðaði hann 1963 eð 64 í bílskúrnum hjá sér á Krókatúninu. Báturinn var sjósettur í Krókalónið, settur fram af bakkanum, þar sem nú stendur húsið að Vesturgötu 59b. Kristmundur Árnason keypti síðan bátinn og gerði hann út á grásleppu úr Presthúsavör í mörg ár. Hann lagði braut fyrir bátinn niður í sjó og síðan var hann dreginn upp eftir hvern róður á vagni með aðstoð rafmagnsspils á bakkanum. Frændurnir Guðni Eyjólfsson og Bjarni Kristófersson, faðir minn, keyptu bátinn af Krismundi og gerðu hann í út í mörg ár. Eftir Bjarna naut ekki lengur við eignaðist Guðni bátinn einn og gerði hann út á grásleppu úr Presthúsavör ásamt Helga syni sínum. Þeirra síðasta vertíð á bátnum var vorið 2007.
Haraldur Bjarnason, 28.1.2009 kl. 09:04