23.8.2009 | 13:47
Rauðlitaður BÖMMER
Almenningur er enn að láta reiði sína bitna á "auðmönnum" landsins.
Ég held að reiði almennings eigi bara eftir að aukast. Fólk sem í einfeldni sinni tók húsnæðis- og bílalán í "græðgisvæðingunni" er núna að taka skellinn.
Það sem ég óttast mest er að innan ekki langs tíma fari fólk að beita ættingja útrásarvíkinganna ofbeldi og þá fyrst fara menn að átta sig á alvarleika málsins.
Það að skvetta málningu á hús og bifreiðar útrásarvíkinganna er bara smámál miðað við það sem ég óttast. Þessir útrásarvíkingar eru nefnilega búnir að útata eignir landsmanna með endalausri spillingu og græðgi. Held að þeir séu að taka út sína ávöxtun með réttu.
![]() |
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2009 | 14:48
Byrjum á toppnum.
Ég held að bæjaryfirvöld og ráðamenn bæjarfélaga landsins ættu að byrja sparnaðinn í efri lögum launastigans. Bæjarstjórar eru til dæmis betur undir það búnir að lækka sig um 50.000,- í launum en láglaunamaður með um og undir 300.000,- kr. í mánaðarlaun.
Þeir sem eru með laun um og undir 300.000,- kr. geta varla bætt á sig meiri byrðum en þegar er búið að leggja á þá. Því skora ég á rétt hugsandi menn að fara þessa leið heldur en að byrja alltaf í lægstu laununum.
Það þarf hugarfarsbreytingu í þessum málum. Annars ná menn aldrei sáttum.
![]() |
Sparnaðaráform rædd við stéttarfélagið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2009 | 14:38
Gengið á gamla fólkið. Hvað tekur við næst ?
Nú á að blóðmjólka gamla fólkið. Ríkið getur ekki séð það í friði að gamla fólkið fari vel með fé.
Nei góðir samlandar. Sóið ykkar fé eins skjótt og þið getið annars tökum við það bara af ykkur. Þetta eru skilaboð dagsins í dag.
Kannski væri bara best að kaupa brennivín fyrir það litla sem maður á inni í bankanum.
Það heldur alla vega verðgildi sínu.
![]() |
Raunfjármagnstekjur 2,5 sinnum meiri en uppgefnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Í ógöngum á Everest: Heppinn að sleppa í burtu
- Hæstiréttur segir nei við Maxwell
- Sultur sverfur að í umsetnum borgum í Súdan
- Sagt fækka um 6.000 störf: Fyrirtækið neitar
- Rauði krossinn reiðubúinn að aðstoða við að skila gíslunum
- Hvetur til kosninga og setur þrýsting á Macron
- Ný Covid-afbrigði herja á Bretland