Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Maður leiksins í leik KR og ÍA

Það má segja að flestir knattspyrnuunnendur sem fylgdust með leik KR og ÍA í kvöld hafi orðið kjaftstopp yfir flautukonsert og spjaldagleði Garðars Arnar dómara leiksins og sennilega "manni leiksins". Það má með sanni segja að með framgöngu sinni hafi hann eyðilagt annars ágætan leik.

Á því skriði sem KR ingar eru núna þá þurftu þeir engan veginn á hjálp dómarans að halda.

Ég hvet íþróttafréttamenn sjónvarpsstöðvanna að skoða spjaldagleði Garðars í sumar og jafnvel eitthvað aftur í tímann.

Upplýsingar sem ég hef um spjaldagleði Garðars er : KR-ÍA : 1 gult / 2 rauð.  KEFLAVÍK - Fjölnir : 4 gul. FRAM - GRINDAVÍK : 8 gul / 5 rauð.  Þetta eru þrír síðustu leikir Garðars í efstu deild, en auk þess dæmdi hann leik VÍÐIS og ÍH í annarri deild, þar sem hann gaf 1 gult og 1 rautt. Þarf fleiri orð um svona afreksmann.


mbl.is Guðjón: „Augljóst hvert stefnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband