5.11.2008 | 17:44
Skora á alla landsmenn að sækja um niðurfellingu skulda
Miðað við þau kjör sem lykilstjórnendur gamla Kaupþings hafa fengið korter fyrir þjóðnýtingu bankans þá skora ég á alla landsmenn að senda ríkisbönkunum og íbúðalánasjóði umsókn um niðurfellingu skulda sinna við viðkomandi fyrirtæki.
Það er með öllu óásættanlegt að ákveðinn hópur, sem vel að merkja hefur haft fullt rassgat af peningum, skuli nú þurfa að láta fella niður lán sín sem vel að merkja voru tekin í græðgissjónarmiði.
Fyrst stal ríkið peningum fólksins með því að gera hlutabréf almennings að engu, því næst gufuðu upp peningar fólks sem var inni á peningamarkaðssjóðum. Því næst missti margt af sama fólkinu vinnuna sína og ofan í allt saman eru stýrivextir í hæstu hæðum, þannig að fólk er smátt og smátt að missa húsin sín. Eftir allt þetta eiga landsmenn bana að brosa og vera jákvæð, knúsa hvert annað og líta björtum augum á framtíðina.
Er það innprentuð regla að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi alltaf að borga brúsann ?
![]() |
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. nóvember 2008
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar