5.8.2008 | 20:50
Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar
Í tilefni Írskra daga á Akranesi, sem haldnir voru fyrstu helgi júlí mánaðar, var sett upp ljósmyndasýning í gamla vitanum á Breiðinni. Þessi sýning er á svolítið sérstökum stað vegna þess að fólk kemst ekki á sýningarstað á pinnahælum, heldur þarf aðeins að hafa fyrir því að klöngrast um klettana til að komast að vitanum. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar af og í umhverfi vitans. Allt eru þetta glæsilegar myndir, en það sem stakk mig mjög þegar ég kom við í vitanum um daginn var að búið er að fjarlægja tvær myndanna. Þó að einhverjum hafi langað í myndirnar, er óþarfi að stela myndunum. Ég hvet þann sem tók viðkomandi myndir ófrjálsri hendi að skila þeim hið fyrsta.Eins hvet ég alla þá sem leggja leið sína niður á Breið að skoða sýninguna.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.