Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar

Í tilefni Írskra daga á Akranesi, sem haldnir voru fyrstu helgi júlí mánaðar, var sett upp ljósmyndasýning í gamla vitanum á Breiðinni. Þessi sýning er á svolítið sérstökum stað vegna þess að fólk kemst ekki á sýningarstað á pinnahælum, heldur þarf aðeins að hafa fyrir því að klöngrast um klettana til að komast að vitanum. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar af og í umhverfi vitans. Allt eru þetta glæsilegar myndir, en það sem stakk mig mjög þegar ég kom við í vitanum um daginn var að búið er að fjarlægja tvær myndanna. Þó að einhverjum hafi langað í myndirnar, er óþarfi að stela myndunum. Ég hvet þann sem tók viðkomandi myndir ófrjálsri hendi að skila þeim hið fyrsta.Eins hvet ég alla þá sem leggja leið sína niður á Breið að skoða sýninguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband