Ökuníðingur stoppaður af í tæka tíð.

Þessi maður sem stal þessum Yaris má þakka öllu öðru en sjálfum sér því að ekki hafi einn eða fleiri orðið fyrir honum í þessari háskaför. Að keyra á bíl um göngustíga höfuðborgarinnar og keyra síðan á alltað 160 km. hraða á þjóðvegum landsins á móti þeirri miklu umferð sem var á leið til borgarinnar er algjört brjálæði.

Lögreglan stóð sig með mikilli prýði í þessu máli en annað má segja um þennan ökuníðing.

Vona að hann fái makleg málagjöld.


mbl.is Fluttur á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað varð um hundinn? Ekki er sagt frá því, get ekki kallað það góðann eiganda. Efast um að hundurinn hafi verið í belti, saklaust dýrið..

Erla (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Hilmar Sigvaldason

Sennilega drepið hann. Svona menn eiga ekki að hafa bílpróf.

Hilmar Sigvaldason, 19.7.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Skiptir bílpróf máli fyrir svona lið?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: brahim

Hvað með þína ábyrgð Jóhanna ? skildir þú ekki lyklana eftir í bílnum ? Slíkt hefur nú hingað til verið flokkað undir ábyrgðarleysi. Og þegar maður gerir slíkt...þá býður maður hættunni heim.

brahim, 19.7.2009 kl. 22:16

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég get ekki séð neinsstaðar að Jóhanna hafi reynt að bægja sér undan ábyrgð, brahim.

Þess vegna finnst mér þetta skot vera fyrir neðan belti.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.7.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Hilmar Sigvaldason

Ég hef það alltaf fyrir vana að læsa bílnum mínum þegar ég set á hann bensín. Það er kannski athugunarleysi hjá Jóhönnu að gleyma lyklinum í bílnum, en það gefur samt engum leyfi til að eigna sér bílinn og keyra eins og brjálæðingur um allt og ógna lífi og limum fjölda manns með ofsaakstri.

Vona að ökumaðurinn geri sér grein fyrir því hvað hann var að gera þegar hann verður útskrifaður af spítala.

Hilmar Sigvaldason, 19.7.2009 kl. 22:59

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það kemur ekki fram hvað ökumaður er mikið slasaður. Ef hann hefur ekið út af á yfir 100 km hraða er hann kannski mikið slasaður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.7.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Drengurinn var ekki stoppaðu í tæka tíð, því bíllinn er ónýtur, hundurinn eflaust dauður og kaskótryggingin gildir ekki fyrir eigandann, þegar hann er svo "vinsamlegur" að skilja eftir bíllykla og veski í bílnum fyrir gesti og gangandi. Hann verður því að leita bóta sinna til ökyníðingsins, sem er líklega ekki borgunarmaður heldur.

Hvað ætli að það séu margir svona "vinsamlegir" að skilja eftir veski og lykil í bílnum á besnínstöðvum? Ég veit að ég læsi alltaf bílnum þegar ég fer inn að borga - en sá fyrir 10-15 árum dreng ræna konu á bensínstöð.

Guðmundur Jónsson, 19.7.2009 kl. 23:42

9 identicon

Sæl Öllsömul.

Að vísa á Jóhönnu sem sakborning í þessu máli er eins og að saka konu sem verður fórnarlamb nauðgunnar, um nauðgun, út frá því hvernig hún var klædd, svo ég vísi í umsögn á öðru bloggi tengd þessari frétt.

Ekki get ég dæmt um siðferiskennd annara, en mér var kennt, að þá telst lögbrot, GLÆPUR  (og siðleysi) að taka það sem aðrir eiga ófrjálsi hendi. 

Þessi einstaklingur, sem tók bílinn,er í raun að dæma sjálfan sig. Honum er ekki treystandi. Hann hefur búið sér ákveðið mannorð, hefur ákveðin orðstír. Orðstír deyr eigi.

Jóhanna skilur lyklana eftir í bílnum , því hún treystir fólki, sýnir traust. Traust er eitt af grundvallarreglum í okkar þjóðfélagi. Viljum eiga samskipti við fólk sem ekki nýtur trausts ? Viljum við þannig fólk í okkar samfélagi ?

Svari því hver fyrir sig.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 02:29

10 identicon

Heimir, svona þjóðfélag einsog þú talar um,  var hér fyrir um 20 árum.

því miður eki lengur..

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 07:10

11 Smámynd: Hilmar Sigvaldason

Samkvæmt fréttum í morgun er ökuníðingurinn lítið slasaður, sem kemur mér á óvart miðað við aðstæður og hundurinn slapp óskaddaður.

Ég vona hins vegar að þessi ökuníðingur hugsi sig um tvisvar og jafnvel fimm sinnum áður en hann sest undir stýri á nýjan leik. Því að þó að hann verði sviptur ökuleyfi, að því gefnu að hann hafi haft slíkt,  er ekki víst að menn láti segjast.

Ef lögreglan hefði ekki gripið inn í þennan háskaakstur hefði getað endað með miklum hörmungum. Í raun á að dæma manninn fyrir tilraun til manndráps af gáleysi.

Hilmar Sigvaldason, 20.7.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband