7.10.2009 | 17:17
Lítið notað tjald til afnota.
Mig bara brast í grát við að lesa þessa frétt um að Hannes Smárason væri orðinn húsnæðislaus eins og alþjóð er kunnugt um. Kall greyið á allan minn stuðning og í ljósi þess hef ég ákveðið að bjóða honum til afnota, frítt að sjálfsögðu, tjaldið mitt sem er 6 manna. Til tryggingar þess að hann fari nú ekki að stofna einkahlutafélag um það og selji það til einhverra óprúttinna aðila sé ég ekki annan kost í stöðunni en að taka einhvern lúsusbíl hans til tryggingar.
Ef Hannes les þetta og hefur áhuga þá er honum velkomið að hafa samband við mig.
Með von um að kall greyið lendi nú ekki á vergangi óska ég honum alls hins besta.
Gengið að húsi Hannesar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verðleggur vonandi tjaldið að hætti útrásarmanna
Finnur Bárðarson, 7.10.2009 kl. 17:28
Það er gott og loksins eigi að fara að umgangast glæpamenn hrunsins eins og alvöru glæpamenn en það er einmitt það sem þeir eru.
corvus corax, 7.10.2009 kl. 17:43
Hann er ekkert húsnæðislaus. Húsið númer 9 er í nafni konunnar þannig að þau halda því áfram. Þetta hyski kann að passa sig sko.
linda (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:07
Frábært framtak hjá þér. Ég á gamla svefnpoka sem ég er hætt að nota til að lána þeim hjúum ef vantar.
Óskin (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:08
Allt vel þegið. Útilegustólar og borð vel þegin
Spurning um að hafa síðan fjársöfnun svo að þau þurfi ekki að líða skort í framtíðinni.
Hilmar Sigvaldason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.