Skora á alla landsmenn að sækja um niðurfellingu skulda

Miðað við þau kjör sem lykilstjórnendur gamla Kaupþings hafa fengið korter fyrir þjóðnýtingu bankans þá skora ég á alla landsmenn að senda ríkisbönkunum og íbúðalánasjóði umsókn um niðurfellingu skulda sinna við viðkomandi fyrirtæki.

Það er með öllu óásættanlegt að ákveðinn hópur, sem vel að merkja hefur haft fullt rassgat af peningum, skuli nú þurfa að láta fella niður lán sín sem vel að merkja voru tekin í græðgissjónarmiði.

Fyrst stal ríkið peningum fólksins með því að gera hlutabréf almennings að engu, því næst gufuðu upp peningar fólks sem var inni á peningamarkaðssjóðum. Því næst missti margt af sama fólkinu vinnuna sína og ofan í allt saman eru stýrivextir í hæstu hæðum, þannig að fólk er smátt og smátt að missa húsin sín. Eftir allt þetta eiga landsmenn bana að brosa og vera jákvæð, knúsa hvert annað og líta björtum augum á framtíðina.

Er það innprentuð regla að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi alltaf að borga brúsann ?

 


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér hlutina í réttu ljósi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á því, eins og svo margir kunnir hagfræðingar þessa lands, að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Hún hefur tjáð sig um seðlabankastjórnina og vill að hún segi af sér. Hvernig á annars fólk að skilja það þegar matreitt er ofan í sauðsvartan almúgann ástæðuna fyrir stýrivaxtahækkuninni úr 12% í 18%. Það virðist enginn geta sagt til um hvort það var af frumkvæði ríkisstjórnarinnar, Seðlabankastjórnar eða hvort ákvæði hafi verið um það í samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þegar fréttir eru eins misvísandi og raun ber vitni veit fólk einfaldlega ekki hverju skal trúa. Ef hækkunin hefur ekki verið vegna kröfu IMF, þá skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að draga hana til baka. Það þykir nefnilega ekki góð lexía að ef komið er að manni sem stunginn hefur verið með hnífi að snúa hnífnum í sárinu áður en hann er tekinn úr sárinu.
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa eða ekki kreppa !

Orðið kreppa er mikið notað um þessar mundir. Fyrir réttu ári síðan kannaðist fólk ekki við þetta orð en kannaðist betur við orðið velmegun. Þessi tvö orð, kreppa og velmegun eru andstæður hvors annars. það slæma við þessa svokölluðu kreppu sem við erum svo upptekin af er að lánin  okkar hækka og kaupmátturinn minnkar. Líkur á atvinnuleysi aukast einnig. En það sem ég sé jákvætt við þessa svokölluðu kreppu er að landinn hægi aðeins á sér í neyslubrjálæðinu sem hefur viðgengist undanfarin ár. Það hefur enginn verið maður með mönnum sem ekki var að stækka við sig í húsnæði, endurnýja nýlega bílinn sinn, panta þriðju utanlandsferðina á árinu, og með nýtt hjólhýsi eða fellihýsi í eftirdragi á nýja bílnum. Ég er kannski pínu gamaldags, en mér þykir einhvern veginn betra að eiga fyrir því sem ég er að fara að kaupa mér heldur en að taka allt út á krít og greiða fyrir það hátt í tvöfalt það  verð sem hægt er að kaupa viðkomandi hlut á staðgreiðslu. Við skulum alla vega nota okkur þennan tíma og brjóta aðeins odd af oflæti okkar í þessu neyslubrjálæði. Það er nefnilega einhvern veginn þannig að maður kaupir sér ekki hamingjuna, sérstaklega þegar við ákveðum að greiða fyrir hana á VISA raðgreiðslum til 36 mánaða eða meira.

 


Skagamenn komnir í 1. deild

Jæja ! Það kom að því sem margir Skagamenn óttuðust en eins og deildin spilaðist í sumar mátti búast við. Lið Akurnesinga er fallið niður í 1. deildina. Ég vil fyrir það fyrsta að haldið verði í þjálfara liðsins, þá Arnar og Bjarka. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera hið ómögulega, þ.e. að bjarga liðinu frá falli, þá breyttist leikur liðsins til hins betra eftir þjálfaraskiptin. Ég er þess fullviss að þeim takist að koma liðinu upp á næsta ári. Síðast þegar liðið féll niður um deild unnu Skagamenn 1. deildina með yfirburður og urðu síðan íslandsmeistarar 5 ár þar á eftir. Það verðu bara gaman að kynnast nýjum útivöllum næsta ár. Um leið óska ég Vestmannaeyjarmönnum og Stjörnunni til lukku með að vera komin í efstu deild.


Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar

Í tilefni Írskra daga á Akranesi, sem haldnir voru fyrstu helgi júlí mánaðar, var sett upp ljósmyndasýning í gamla vitanum á Breiðinni. Þessi sýning er á svolítið sérstökum stað vegna þess að fólk kemst ekki á sýningarstað á pinnahælum, heldur þarf aðeins að hafa fyrir því að klöngrast um klettana til að komast að vitanum. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar af og í umhverfi vitans. Allt eru þetta glæsilegar myndir, en það sem stakk mig mjög þegar ég kom við í vitanum um daginn var að búið er að fjarlægja tvær myndanna. Þó að einhverjum hafi langað í myndirnar, er óþarfi að stela myndunum. Ég hvet þann sem tók viðkomandi myndir ófrjálsri hendi að skila þeim hið fyrsta.Eins hvet ég alla þá sem leggja leið sína niður á Breið að skoða sýninguna. 


Írskir dagar á Akranesi

Þá er  komið að því. Írskir dagar eru byrjaðir að rúlla áSkaganum. Götugrillin vinsælu eru rétt að hefjast, þar sem nágrannar safnast saman og grilla saman og hafa gaman af fram eftir nóttu.

Dagurinn byrjaði á Akratorgi með opnunarhátíð og eftir hádegið var opnaður markaður í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Fjölskylduskemmtun var í miðbænum og í kvöld verður skemmtun í miðbænum eftir götugrillinn. Á morgun er síðan pökkuð dagskrá, sem endar með Lopapeysuballi við höfnina.

Ég hvet alla að koma og skemmta sér á þessari helgi, ekki skemmir veðrið fyrir.

Ég er búinn að taka einhverjar myndir á dagskránni í dag og mun einhvern næstu daga setja einhverjar þeirra inn á vefinn.

Góða skemmtun ! 


Maður leiksins í leik KR og ÍA

Það má segja að flestir knattspyrnuunnendur sem fylgdust með leik KR og ÍA í kvöld hafi orðið kjaftstopp yfir flautukonsert og spjaldagleði Garðars Arnar dómara leiksins og sennilega "manni leiksins". Það má með sanni segja að með framgöngu sinni hafi hann eyðilagt annars ágætan leik.

Á því skriði sem KR ingar eru núna þá þurftu þeir engan veginn á hjálp dómarans að halda.

Ég hvet íþróttafréttamenn sjónvarpsstöðvanna að skoða spjaldagleði Garðars í sumar og jafnvel eitthvað aftur í tímann.

Upplýsingar sem ég hef um spjaldagleði Garðars er : KR-ÍA : 1 gult / 2 rauð.  KEFLAVÍK - Fjölnir : 4 gul. FRAM - GRINDAVÍK : 8 gul / 5 rauð.  Þetta eru þrír síðustu leikir Garðars í efstu deild, en auk þess dæmdi hann leik VÍÐIS og ÍH í annarri deild, þar sem hann gaf 1 gult og 1 rautt. Þarf fleiri orð um svona afreksmann.


mbl.is Guðjón: „Augljóst hvert stefnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþingsmótið í knattspyrnu

Um nýliðna helgi, 20. - 22. júlí var haldið á Akranesi Kaupþingsmótið í knattspyrnu.

Það er alltaf happdrætti hvernig til tekst með slíka viðburði og þótt að allir leggi sig fram um að skipuleggja hlutina 100 % þá er alltaf veðrið sem setur úrslitakostina með hvort mótið gengur vel eða illa.

Veðrið var í einu orði sagt frábært, nánast heiðríkja allan tímann.

Ég var ásamt tveimur félögum mínum, Þorkeli Loga Steinssyni og Sigurði Elvari Þórólfssyni að mynda á mótinu. Einhverjar myndanna mun ég setja inn á þennan vef, en þeir sem ekki hafa náð að kaupa myndir af sínum krökkum á mótinu sjálfu geta keypt þær fljótlega í gegnum heimasíðu ia.is. 

 


Ísbjörninn setur allt á annan endan

Jæja ! Þá er ísbjörn númer 2 fallinn. Mér sýnist allt þjóðfélagið hafa farið á annan endan við þau tíðindi að ísbjörn hafi tekið land. Ekki af þeirri ástæðu að hann hafi sést, heldur það kapp sam var í mönnum að ná bangsa lifandi.

Eftir allt tilstandið og allan þann kostnað sem til var stofnað til að ná dýrinu lifandi þá urðu menn að taka til þess ráðs að aflífa bangsa.

Hingað komu danskir sérfræðingar í að fanga bangsann og ekki minna en flutningavél til að flytja allan búnað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og her lögreglumanna var á staðnum. Að auki þurfti svo umhverfisráðherra ásamt föruneyti að vera viðstödd.

Það sem mig langar til að vita er hversu hár kostnaður hafi hlotist af þessu og hversu stór hluti þess fellur á okkur skattborgara. Að vísu bauðst Novator til að borga brúsann en mér finnst öll lætin við þetta mál vera hinn mesta óþarfa. 


Sparnaður almennings vegna efnahagsástands

Í þjóðhátíðarræðu sinni talaði Geir H. Haarde um mikilvægi landans að spara og þá sérstaklega varðandi hækkun á verði eldsneytis.

Í því sambandi langar mig til að velta upp þeim möguleika að  ráðherrum verði útvegaðir sparneytnari bílar næst þegar um endurnýjun ráðherrabíla kemur. Sýnist mér á upptalningu, sem ég sá í einhverju dagblaðanna ekki alls fyrir löngu, að ekki sé um sparneytnustu bílana sem eru í boði.

Það er nefnilega ekki nóg að segja öllum öðrum að gera það sem manni sjálfum hugnast ekki.

Ég vona að þessi ábending mín hreyfi við einhverjum. 


« Fyrri síða

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband