Færsluflokkur: Bílar og akstur

Kaupþingsmótið í knattspyrnu

Um nýliðna helgi, 20. - 22. júlí var haldið á Akranesi Kaupþingsmótið í knattspyrnu.

Það er alltaf happdrætti hvernig til tekst með slíka viðburði og þótt að allir leggi sig fram um að skipuleggja hlutina 100 % þá er alltaf veðrið sem setur úrslitakostina með hvort mótið gengur vel eða illa.

Veðrið var í einu orði sagt frábært, nánast heiðríkja allan tímann.

Ég var ásamt tveimur félögum mínum, Þorkeli Loga Steinssyni og Sigurði Elvari Þórólfssyni að mynda á mótinu. Einhverjar myndanna mun ég setja inn á þennan vef, en þeir sem ekki hafa náð að kaupa myndir af sínum krökkum á mótinu sjálfu geta keypt þær fljótlega í gegnum heimasíðu ia.is. 

 


Ísbjörninn setur allt á annan endan

Jæja ! Þá er ísbjörn númer 2 fallinn. Mér sýnist allt þjóðfélagið hafa farið á annan endan við þau tíðindi að ísbjörn hafi tekið land. Ekki af þeirri ástæðu að hann hafi sést, heldur það kapp sam var í mönnum að ná bangsa lifandi.

Eftir allt tilstandið og allan þann kostnað sem til var stofnað til að ná dýrinu lifandi þá urðu menn að taka til þess ráðs að aflífa bangsa.

Hingað komu danskir sérfræðingar í að fanga bangsann og ekki minna en flutningavél til að flytja allan búnað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og her lögreglumanna var á staðnum. Að auki þurfti svo umhverfisráðherra ásamt föruneyti að vera viðstödd.

Það sem mig langar til að vita er hversu hár kostnaður hafi hlotist af þessu og hversu stór hluti þess fellur á okkur skattborgara. Að vísu bauðst Novator til að borga brúsann en mér finnst öll lætin við þetta mál vera hinn mesta óþarfa. 


Sparnaður almennings vegna efnahagsástands

Í þjóðhátíðarræðu sinni talaði Geir H. Haarde um mikilvægi landans að spara og þá sérstaklega varðandi hækkun á verði eldsneytis.

Í því sambandi langar mig til að velta upp þeim möguleika að  ráðherrum verði útvegaðir sparneytnari bílar næst þegar um endurnýjun ráðherrabíla kemur. Sýnist mér á upptalningu, sem ég sá í einhverju dagblaðanna ekki alls fyrir löngu, að ekki sé um sparneytnustu bílana sem eru í boði.

Það er nefnilega ekki nóg að segja öllum öðrum að gera það sem manni sjálfum hugnast ekki.

Ég vona að þessi ábending mín hreyfi við einhverjum. 


Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband