Bankastjórar nýju ríkisbankanna

Það vakti furðu mína þegar ég sá í fréttunum í gær eða fyrradag, þar sem greint var frá bílakosti bankastjóranna í nýju ríkisbönkunum.

Þar voru sýndar glæsibifreiðar bankastjóranna sem voru í gömlu bönkunum. Tveir stífbónaðir Mercedes Bens jeppar. Ef fólk á að taka eitthvað mark á orðum ríkisstjórnarinnar um að landinn verði að herða sultarólina um að minnsta kosti þrjú eða fjögur göt, þá á að setja þessa bankastjóra og helstu yfirmenn þessara fyrirtækja á Skoda Oktavíu eða sambærilega bíla. Það sama finnst mér reyndar eiga við um ráðherrana. Ef þú ætlast til að tekið sé mark á orðum þínum, þá þarft þú að sýna gott fordæmi.

 Ég hvet ráðamenn þjóðarinnar til að sýna gott fordæmi í verki, ekki bara í orði.


mbl.is Ný bankaráð fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skora á alla landsmenn að sækja um niðurfellingu skulda

Miðað við þau kjör sem lykilstjórnendur gamla Kaupþings hafa fengið korter fyrir þjóðnýtingu bankans þá skora ég á alla landsmenn að senda ríkisbönkunum og íbúðalánasjóði umsókn um niðurfellingu skulda sinna við viðkomandi fyrirtæki.

Það er með öllu óásættanlegt að ákveðinn hópur, sem vel að merkja hefur haft fullt rassgat af peningum, skuli nú þurfa að láta fella niður lán sín sem vel að merkja voru tekin í græðgissjónarmiði.

Fyrst stal ríkið peningum fólksins með því að gera hlutabréf almennings að engu, því næst gufuðu upp peningar fólks sem var inni á peningamarkaðssjóðum. Því næst missti margt af sama fólkinu vinnuna sína og ofan í allt saman eru stýrivextir í hæstu hæðum, þannig að fólk er smátt og smátt að missa húsin sín. Eftir allt þetta eiga landsmenn bana að brosa og vera jákvæð, knúsa hvert annað og líta björtum augum á framtíðina.

Er það innprentuð regla að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi alltaf að borga brúsann ?

 


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér hlutina í réttu ljósi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á því, eins og svo margir kunnir hagfræðingar þessa lands, að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Hún hefur tjáð sig um seðlabankastjórnina og vill að hún segi af sér. Hvernig á annars fólk að skilja það þegar matreitt er ofan í sauðsvartan almúgann ástæðuna fyrir stýrivaxtahækkuninni úr 12% í 18%. Það virðist enginn geta sagt til um hvort það var af frumkvæði ríkisstjórnarinnar, Seðlabankastjórnar eða hvort ákvæði hafi verið um það í samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þegar fréttir eru eins misvísandi og raun ber vitni veit fólk einfaldlega ekki hverju skal trúa. Ef hækkunin hefur ekki verið vegna kröfu IMF, þá skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að draga hana til baka. Það þykir nefnilega ekki góð lexía að ef komið er að manni sem stunginn hefur verið með hnífi að snúa hnífnum í sárinu áður en hann er tekinn úr sárinu.
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband