6.11.2008 | 18:02
Bankastjórar nýju ríkisbankanna
Það vakti furðu mína þegar ég sá í fréttunum í gær eða fyrradag, þar sem greint var frá bílakosti bankastjóranna í nýju ríkisbönkunum.
Þar voru sýndar glæsibifreiðar bankastjóranna sem voru í gömlu bönkunum. Tveir stífbónaðir Mercedes Bens jeppar. Ef fólk á að taka eitthvað mark á orðum ríkisstjórnarinnar um að landinn verði að herða sultarólina um að minnsta kosti þrjú eða fjögur göt, þá á að setja þessa bankastjóra og helstu yfirmenn þessara fyrirtækja á Skoda Oktavíu eða sambærilega bíla. Það sama finnst mér reyndar eiga við um ráðherrana. Ef þú ætlast til að tekið sé mark á orðum þínum, þá þarft þú að sýna gott fordæmi.
Ég hvet ráðamenn þjóðarinnar til að sýna gott fordæmi í verki, ekki bara í orði.
![]() |
Ný bankaráð fyrir vikulok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 6. nóvember 2008
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar