Ísbjörninn setur allt á annan endan

Jæja ! Þá er ísbjörn númer 2 fallinn. Mér sýnist allt þjóðfélagið hafa farið á annan endan við þau tíðindi að ísbjörn hafi tekið land. Ekki af þeirri ástæðu að hann hafi sést, heldur það kapp sam var í mönnum að ná bangsa lifandi.

Eftir allt tilstandið og allan þann kostnað sem til var stofnað til að ná dýrinu lifandi þá urðu menn að taka til þess ráðs að aflífa bangsa.

Hingað komu danskir sérfræðingar í að fanga bangsann og ekki minna en flutningavél til að flytja allan búnað. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og her lögreglumanna var á staðnum. Að auki þurfti svo umhverfisráðherra ásamt föruneyti að vera viðstödd.

Það sem mig langar til að vita er hversu hár kostnaður hafi hlotist af þessu og hversu stór hluti þess fellur á okkur skattborgara. Að vísu bauðst Novator til að borga brúsann en mér finnst öll lætin við þetta mál vera hinn mesta óþarfa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvítabirnir eru friðaðir að alþjóðalögum. Einungis brýn nauðsyn frumbyggja og líofshætta fólks getur réttlætt dráp á þeim. Þarna var ekki um það að ræða. Lestu hér harða gagnrýni mína á þetta hvítabjarnardráp. Og ráðþjónsferill Þórunnar fer að verða eitt allsherjarklúður í hverju málinu eftir annað.

Jón Valur Jensson, 18.6.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband