Maður leiksins í leik KR og ÍA

Það má segja að flestir knattspyrnuunnendur sem fylgdust með leik KR og ÍA í kvöld hafi orðið kjaftstopp yfir flautukonsert og spjaldagleði Garðars Arnar dómara leiksins og sennilega "manni leiksins". Það má með sanni segja að með framgöngu sinni hafi hann eyðilagt annars ágætan leik.

Á því skriði sem KR ingar eru núna þá þurftu þeir engan veginn á hjálp dómarans að halda.

Ég hvet íþróttafréttamenn sjónvarpsstöðvanna að skoða spjaldagleði Garðars í sumar og jafnvel eitthvað aftur í tímann.

Upplýsingar sem ég hef um spjaldagleði Garðars er : KR-ÍA : 1 gult / 2 rauð.  KEFLAVÍK - Fjölnir : 4 gul. FRAM - GRINDAVÍK : 8 gul / 5 rauð.  Þetta eru þrír síðustu leikir Garðars í efstu deild, en auk þess dæmdi hann leik VÍÐIS og ÍH í annarri deild, þar sem hann gaf 1 gult og 1 rautt. Þarf fleiri orð um svona afreksmann.


mbl.is Guðjón: „Augljóst hvert stefnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli Vídir

Reyndar 3 rauð markið var löglegt sá þetta og var best staðsettur held ég alveg í línu en held að Stefán logi hafur ýkt þetta aðeins en hann fékk gult spjald og hætti ekki og sagði #&%$ you og þar með rautt og Bjarni Guðjóns átti spjaldið skilið og með spjald á bakinu betra að láta svona á miðjum vellinum vera

Gulli Vídir, 1.7.2008 kl. 05:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað eru menn sárir, en að dómarinn ráði úrslitum????

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.7.2008 kl. 06:57

3 identicon

Menn geta svo sem deilt um eitt og annað.  Sadumovic fór hins vegar aldrei í Stefán Loga, það sást glöggt í sjónvarpinu í gær og svo fékk hann spjald fyrir að segja það sem 95% knattspyrnumanna segja út um allan heim.  Og þar fyrir utan, þá var Garðar Örn 40 metrum frá hinu meinta broti og GAT því ekki séð þetta nógu vel til að spjalda fyrir það.

Bjarni fékk fyrra spjaldið fyrir að spyrja dómarann afhverju hann dæmdi ekki á augljóst brot Péturs í seinna markinu.  Hvaða rugl var það ??

Og seinna spjaldið sem Bjarni fékk var réttlætanlegt, en hvað með KR-inginn ??  Prince Raicomar fékk rautt fyrir nákvæmlega sama brot um daginn, en það sama gildir augljóslega ekki um andstæðinga Skagamanna.

Og svo má nefna þetta fíaskó hjá Garðari í upphafi seinni hálfleiks.  Hann hefur ekkert vald til að reka Gauja lengra í burtu en útaf leiksvæðinu.  Gauji færði sig um 4 metra.  Þetta er valdnýðsla og yfirgangur af verstu sort.

Burt með þennan asna út íslenskri knattspyrnu !!!!!!!!!!!

Kveðja,
KK

KK (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:41

4 identicon

Svo má ekki gleyma því að Garðar er alinn upp sem KR-ingur, pabbi hans er harður KR-ingur.  Jafnvel þó svo að hann dæmi fyrir Þrótt!

. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:52

5 identicon

Jú pabbi Garðars er harður KR- ingur og mágur hans Skagamaður... ég get rétt ímyndað mér hvernig næsta fjölskylduboð verður.  En finnst ykkur ekkert skrítið hvað Guðjón Þórðar er lagður mikið í einelti - ég sárvorkenni manninum og ég sé líka hve fíflunum og fávitunum í kringum hann fjölgar ört.  Guðjón Þórðar er eini þjálfarinn með viti á Íslandi og finnst mér að við eigum að fá hann til að fara yfir dómgæslureglur svo það sé hægt að mæta á leiki án þess að hafa áhyggjur af illri meðferð á Guðjóni. 

Halla - áhugamanneskja um fótboltadómara (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:37

6 identicon

æi mér finnst það hlægilegt að þetta sé eitthvað einelti gegn guðjóni þórðar eða stebba þórðar þetta er bara þannig að gauji er klikkaður í hausnum hann segir hluti sem ekki ætti að segja og þetta dæmi um að fundur hafi átt sér stað um að fylgjast sérstaklega með ía hefur engann grundvöll fyrir sér þannig hoppaðu úr vælulestinni og farðu yfir staðreyndir málsins

hrafn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband