Skagamenn komnir í 1. deild

Jæja ! Það kom að því sem margir Skagamenn óttuðust en eins og deildin spilaðist í sumar mátti búast við. Lið Akurnesinga er fallið niður í 1. deildina. Ég vil fyrir það fyrsta að haldið verði í þjálfara liðsins, þá Arnar og Bjarka. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera hið ómögulega, þ.e. að bjarga liðinu frá falli, þá breyttist leikur liðsins til hins betra eftir þjálfaraskiptin. Ég er þess fullviss að þeim takist að koma liðinu upp á næsta ári. Síðast þegar liðið féll niður um deild unnu Skagamenn 1. deildina með yfirburður og urðu síðan íslandsmeistarar 5 ár þar á eftir. Það verðu bara gaman að kynnast nýjum útivöllum næsta ár. Um leið óska ég Vestmannaeyjarmönnum og Stjörnunni til lukku með að vera komin í efstu deild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband