22.9.2008 | 00:33
Kreppa eða ekki kreppa !
Orðið kreppa er mikið notað um þessar mundir. Fyrir réttu ári síðan kannaðist fólk ekki við þetta orð en kannaðist betur við orðið velmegun. Þessi tvö orð, kreppa og velmegun eru andstæður hvors annars. það slæma við þessa svokölluðu kreppu sem við erum svo upptekin af er að lánin okkar hækka og kaupmátturinn minnkar. Líkur á atvinnuleysi aukast einnig. En það sem ég sé jákvætt við þessa svokölluðu kreppu er að landinn hægi aðeins á sér í neyslubrjálæðinu sem hefur viðgengist undanfarin ár. Það hefur enginn verið maður með mönnum sem ekki var að stækka við sig í húsnæði, endurnýja nýlega bílinn sinn, panta þriðju utanlandsferðina á árinu, og með nýtt hjólhýsi eða fellihýsi í eftirdragi á nýja bílnum. Ég er kannski pínu gamaldags, en mér þykir einhvern veginn betra að eiga fyrir því sem ég er að fara að kaupa mér heldur en að taka allt út á krít og greiða fyrir það hátt í tvöfalt það verð sem hægt er að kaupa viðkomandi hlut á staðgreiðslu. Við skulum alla vega nota okkur þennan tíma og brjóta aðeins odd af oflæti okkar í þessu neyslubrjálæði. Það er nefnilega einhvern veginn þannig að maður kaupir sér ekki hamingjuna, sérstaklega þegar við ákveðum að greiða fyrir hana á VISA raðgreiðslum til 36 mánaða eða meira.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.