Sér hlutina í réttu ljósi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á því, eins og svo margir kunnir hagfræðingar þessa lands, að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Hún hefur tjáð sig um seðlabankastjórnina og vill að hún segi af sér. Hvernig á annars fólk að skilja það þegar matreitt er ofan í sauðsvartan almúgann ástæðuna fyrir stýrivaxtahækkuninni úr 12% í 18%. Það virðist enginn geta sagt til um hvort það var af frumkvæði ríkisstjórnarinnar, Seðlabankastjórnar eða hvort ákvæði hafi verið um það í samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þegar fréttir eru eins misvísandi og raun ber vitni veit fólk einfaldlega ekki hverju skal trúa. Ef hækkunin hefur ekki verið vegna kröfu IMF, þá skora ég á ráðamenn þjóðarinnar að draga hana til baka. Það þykir nefnilega ekki góð lexía að ef komið er að manni sem stunginn hefur verið með hnífi að snúa hnífnum í sárinu áður en hann er tekinn úr sárinu.
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband