Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2008 | 17:44
Skora á alla landsmenn að sækja um niðurfellingu skulda
Miðað við þau kjör sem lykilstjórnendur gamla Kaupþings hafa fengið korter fyrir þjóðnýtingu bankans þá skora ég á alla landsmenn að senda ríkisbönkunum og íbúðalánasjóði umsókn um niðurfellingu skulda sinna við viðkomandi fyrirtæki.
Það er með öllu óásættanlegt að ákveðinn hópur, sem vel að merkja hefur haft fullt rassgat af peningum, skuli nú þurfa að láta fella niður lán sín sem vel að merkja voru tekin í græðgissjónarmiði.
Fyrst stal ríkið peningum fólksins með því að gera hlutabréf almennings að engu, því næst gufuðu upp peningar fólks sem var inni á peningamarkaðssjóðum. Því næst missti margt af sama fólkinu vinnuna sína og ofan í allt saman eru stýrivextir í hæstu hæðum, þannig að fólk er smátt og smátt að missa húsin sín. Eftir allt þetta eiga landsmenn bana að brosa og vera jákvæð, knúsa hvert annað og líta björtum augum á framtíðina.
Er það innprentuð regla að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi alltaf að borga brúsann ?
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 23:20
Sér hlutina í réttu ljósi
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 00:33
Kreppa eða ekki kreppa !
Orðið kreppa er mikið notað um þessar mundir. Fyrir réttu ári síðan kannaðist fólk ekki við þetta orð en kannaðist betur við orðið velmegun. Þessi tvö orð, kreppa og velmegun eru andstæður hvors annars. það slæma við þessa svokölluðu kreppu sem við erum svo upptekin af er að lánin okkar hækka og kaupmátturinn minnkar. Líkur á atvinnuleysi aukast einnig. En það sem ég sé jákvætt við þessa svokölluðu kreppu er að landinn hægi aðeins á sér í neyslubrjálæðinu sem hefur viðgengist undanfarin ár. Það hefur enginn verið maður með mönnum sem ekki var að stækka við sig í húsnæði, endurnýja nýlega bílinn sinn, panta þriðju utanlandsferðina á árinu, og með nýtt hjólhýsi eða fellihýsi í eftirdragi á nýja bílnum. Ég er kannski pínu gamaldags, en mér þykir einhvern veginn betra að eiga fyrir því sem ég er að fara að kaupa mér heldur en að taka allt út á krít og greiða fyrir það hátt í tvöfalt það verð sem hægt er að kaupa viðkomandi hlut á staðgreiðslu. Við skulum alla vega nota okkur þennan tíma og brjóta aðeins odd af oflæti okkar í þessu neyslubrjálæði. Það er nefnilega einhvern veginn þannig að maður kaupir sér ekki hamingjuna, sérstaklega þegar við ákveðum að greiða fyrir hana á VISA raðgreiðslum til 36 mánaða eða meira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 23:41
Skagamenn komnir í 1. deild
Jæja ! Það kom að því sem margir Skagamenn óttuðust en eins og deildin spilaðist í sumar mátti búast við. Lið Akurnesinga er fallið niður í 1. deildina. Ég vil fyrir það fyrsta að haldið verði í þjálfara liðsins, þá Arnar og Bjarka. Þó að þeim hafi ekki tekist að gera hið ómögulega, þ.e. að bjarga liðinu frá falli, þá breyttist leikur liðsins til hins betra eftir þjálfaraskiptin. Ég er þess fullviss að þeim takist að koma liðinu upp á næsta ári. Síðast þegar liðið féll niður um deild unnu Skagamenn 1. deildina með yfirburður og urðu síðan íslandsmeistarar 5 ár þar á eftir. Það verðu bara gaman að kynnast nýjum útivöllum næsta ár. Um leið óska ég Vestmannaeyjarmönnum og Stjörnunni til lukku með að vera komin í efstu deild.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 20:50
Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar
Í tilefni Írskra daga á Akranesi, sem haldnir voru fyrstu helgi júlí mánaðar, var sett upp ljósmyndasýning í gamla vitanum á Breiðinni. Þessi sýning er á svolítið sérstökum stað vegna þess að fólk kemst ekki á sýningarstað á pinnahælum, heldur þarf aðeins að hafa fyrir því að klöngrast um klettana til að komast að vitanum. Myndirnar á sýningunni eru allar teknar af og í umhverfi vitans. Allt eru þetta glæsilegar myndir, en það sem stakk mig mjög þegar ég kom við í vitanum um daginn var að búið er að fjarlægja tvær myndanna. Þó að einhverjum hafi langað í myndirnar, er óþarfi að stela myndunum. Ég hvet þann sem tók viðkomandi myndir ófrjálsri hendi að skila þeim hið fyrsta.Eins hvet ég alla þá sem leggja leið sína niður á Breið að skoða sýninguna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 18:33
Írskir dagar á Akranesi
Þá er komið að því. Írskir dagar eru byrjaðir að rúlla áSkaganum. Götugrillin vinsælu eru rétt að hefjast, þar sem nágrannar safnast saman og grilla saman og hafa gaman af fram eftir nóttu.
Dagurinn byrjaði á Akratorgi með opnunarhátíð og eftir hádegið var opnaður markaður í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Fjölskylduskemmtun var í miðbænum og í kvöld verður skemmtun í miðbænum eftir götugrillinn. Á morgun er síðan pökkuð dagskrá, sem endar með Lopapeysuballi við höfnina.
Ég hvet alla að koma og skemmta sér á þessari helgi, ekki skemmir veðrið fyrir.
Ég er búinn að taka einhverjar myndir á dagskránni í dag og mun einhvern næstu daga setja einhverjar þeirra inn á vefinn.
Góða skemmtun !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar