Færsluflokkur: Bloggar
19.7.2009 | 21:35
Ökuníðingur stoppaður af í tæka tíð.
Þessi maður sem stal þessum Yaris má þakka öllu öðru en sjálfum sér því að ekki hafi einn eða fleiri orðið fyrir honum í þessari háskaför. Að keyra á bíl um göngustíga höfuðborgarinnar og keyra síðan á alltað 160 km. hraða á þjóðvegum landsins á móti þeirri miklu umferð sem var á leið til borgarinnar er algjört brjálæði.
Lögreglan stóð sig með mikilli prýði í þessu máli en annað má segja um þennan ökuníðing.
Vona að hann fái makleg málagjöld.
Fluttur á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.7.2009 | 21:27
Árangustengdar greiðslur !
Maður spyr sig fyrir hvaða árangur starfsmenn bankanna eru að sækja árangurstengd laun.
Eru þetta æðstu stjórnendur bankanna sem með svikum og prettum komu bönkunum og landsmönnum öllum í þrot ? Eru menn eins og Sigurjón Þ. Árnason í hópi þessara manna ?
Ég bara spyr. Og svari nú hver fyrir sig.
Tugir launakrafna í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 20:32
Ráðamenn þjóðarinnar vakni af værum blundi.
Þessi framkvæmd er dæmigerð fyrir það hversu miklum heljartökum græðgisvæðing fjármálafyrirtækjanna er búin að ná yfir almenningi.
Ég held að stjórnvöld ættu að taka til athugunar orð Björns Þorra Viktorssonar, hæstréttarlögmanns, í Kastljósþættinum í kvöld. Ef stjórnmvöld hafa verið að gera eitthvað fyrir fjölskyldur í greiðsluvanda, þá eru þessa rfjölskyldur ekki að sjá beinan árangur af því.
Sjáið til dæmis nýjustu aðgerðir sem hækkuðu verð á tóbaki, áfengi og bensíni. Þessi hækkun hleypur beint inn í neysluvísitöluna, sem vel að merkja hækkar lán landsmanna og allt vefur þetta upp á sig þangað til að allt er farið um koll og á endanum missir fólk eigur sínar í umvörpum. Og þegar bankarnir verða búnir að taka til sín allar þessar eignir er spurning hver á að hafa fjármagn til að kaupa þær aftur ?
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2009 | 20:03
Bílarnir á leið til Tortila eyju.
Ég er alveg gáttaður á þessu bílasölumáli Kaupþings.
Bankarnir eru allir sem einn komnir í eigu ríkisins og þess vegna ættu Ríkiskaup frekar að fara með þessi mál en bankarnir sjálfir. Þeta er bara í takt við alla aðra vitleysu sem þessir menn virðast komast upp með.
Ef einhver bílanna er enn til sölu bið ég bankastjóra Kaupþings endilega að hafa samband við mig í síma 894-3010, því mig langar í einn slíkan á 75 % afslætti. Gæti borgað með hlutabréfum í Gamla Kaupþingi og Gamla Landsbanka.
Með Lúxusbílakveðju,
Hilmar Sigvaldason
Akranesi
Seldu lúxusbíla Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 00:25
Óbreyttir stýrivextir í 18 %
Seðlabanki breytti ekki stýrivöxtum eins og margir voru að vonast ti. Það var pínu skrítið að heyra síðan í Þorgerði Katrínu í Kastljósinu í kvöld þar sem hún fullyrti að ef stjórnin hefði ekki sprungið, hefði verið hægt að lækka vextina. Af hverju í ósköpunum voru menn ekki búnir að tímasetja þessa lækkun mikið fyrr. Lánaflæðið er ekkert og hvers vegna þurfa þá stýrivextir að vera svona ógnarháir, nema till þess að stytta í snöru þeira fyrirtækja sem berjast nú þegar í bökkum.
Því hefurverið haldið fram að um 3.500 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu. Er kannski verið að tryggja það að þessi tala verði staðreynd. Vona bara að sú stjórn sem er að fæðast geri allt sem í þeirra valdi stendur til að snúa við þeirri þróun sem við hefur blasað.
En svona til gamans, þá er talan 18 ekki ósvipuð merki Kaupþings.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 08:44
Enn ein fréttin sem kemur manni á "Óvart"
Þessar óvæntu fréttir eru að poppa inn ein og ein. Það skyldi þó aldrei vera svo að tensl séu á milli þessar umfjöllunar og eiganda Stöðvar2. Þessi umfjöllun hefur ekki þolað dagsljósið og þess vegna hefur þátturinn verið lagður af.
Hvað skyldi morgundagurinn bjóða manni upp á ?
Hvar var allt þetta eftirlit sem vera átti á þessum tíma ?
Milljarðalán skömmu fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 17:24
Ráðningartími Seðlabankastjóra
Ég las það á textavarpinu í dag að ráðningartími Seðlabankastjóra væri heil 7 ár. Ég bara spyr, hvaða rugl er þetta eiginlega. Þarf, ef til kemur að Davíð verði látinn víkja, greiða honum laun út þess tíma sem stendur eftir af þessum 7 árum. Þessu verður að breyta hið fyrsta. Ráðningartími ætti ekki að vera lengri en 2 ár.
Síðan verður í framtíðinni að hætta að gera störf viðlíka þessu sem geymslustaði fyrir gamla pólítíkusa. Þetta starf er of mikilvægt til þess. Þessir menn verða bara að leita sér að vinnu eins og aðrir menn.
Times: Óvinsælasti maður Íslands?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 01:28
Útrásarvíkingarnir
Miðað við fréttir undanfarna daga af þessum glæpamönnum, þá væri réttast að koma þeim öllum saman í lekum gúmmíbát og láta þá reka frá landi.
Þeireru búnir aðkoma meirihluta landsmanna á kaldan klaka og hlægja bara af lýðnum.
Skammist ykkar !
Lánin mögulega lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 01:48
Ný Framsókn - Nýtt Ísland
Mig langar til að óska framsóknarflokknum til hamingju með nýja forystu flokksins. Í kjöri til æðstu starfa í flokknum voru mjög frambærilegir kandidatar, en ég verð að segja það fyrir mína parta að ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.
Ég hlustaði á Sigmund og Eyglóu í þætti Ingva Hrafns á ÍNN og þau stóðu sig bæði með prýði.
Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að fara að hlusta á rödd þjóðarinnar áður en ástandið versnar enn meira. Mótmælin við Alþingishúsið sýna það.
Það eru hagfræðingar eftir hagfræðinga búnir að benda á að til þess að Ísland geti hlotið trúverðugleika í heiminum, þurfi meðal annarsað skipta um stjórn í Seðlabankanum strax og menn eiga bara að hafa bein í nefinu til að byrja á þeirri aðgerð.
Eins og Ingvi Hrafn benti á þá skar Framsóknarflokkurinn á það sem hann kallaði"kýli" með kjöri á þeirri stjórn sem kosin var. Það sama verða menn í ríkisstjórn Íslands að gera.
Nú duga ekki lengur hin hörðu gildi flokkanna. Alvaran er skollinn beint í andlit þjóðarinnar. Það verða allir að snúa bökum saman í þessu gríðarlega verkefni sem framundan er og gera öllum landsmönnum leiðina út úr þessari kreppu eins sársaukalitla og kostur er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 18:02
Bankastjórar nýju ríkisbankanna
Það vakti furðu mína þegar ég sá í fréttunum í gær eða fyrradag, þar sem greint var frá bílakosti bankastjóranna í nýju ríkisbönkunum.
Þar voru sýndar glæsibifreiðar bankastjóranna sem voru í gömlu bönkunum. Tveir stífbónaðir Mercedes Bens jeppar. Ef fólk á að taka eitthvað mark á orðum ríkisstjórnarinnar um að landinn verði að herða sultarólina um að minnsta kosti þrjú eða fjögur göt, þá á að setja þessa bankastjóra og helstu yfirmenn þessara fyrirtækja á Skoda Oktavíu eða sambærilega bíla. Það sama finnst mér reyndar eiga við um ráðherrana. Ef þú ætlast til að tekið sé mark á orðum þínum, þá þarft þú að sýna gott fordæmi.
Ég hvet ráðamenn þjóðarinnar til að sýna gott fordæmi í verki, ekki bara í orði.
Ný bankaráð fyrir vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar