21.1.2009 | 01:48
Ný Framsókn - Nýtt Ísland
Mig langar til að óska framsóknarflokknum til hamingju með nýja forystu flokksins. Í kjöri til æðstu starfa í flokknum voru mjög frambærilegir kandidatar, en ég verð að segja það fyrir mína parta að ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.
Ég hlustaði á Sigmund og Eyglóu í þætti Ingva Hrafns á ÍNN og þau stóðu sig bæði með prýði.
Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að fara að hlusta á rödd þjóðarinnar áður en ástandið versnar enn meira. Mótmælin við Alþingishúsið sýna það.
Það eru hagfræðingar eftir hagfræðinga búnir að benda á að til þess að Ísland geti hlotið trúverðugleika í heiminum, þurfi meðal annarsað skipta um stjórn í Seðlabankanum strax og menn eiga bara að hafa bein í nefinu til að byrja á þeirri aðgerð.
Eins og Ingvi Hrafn benti á þá skar Framsóknarflokkurinn á það sem hann kallaði"kýli" með kjöri á þeirri stjórn sem kosin var. Það sama verða menn í ríkisstjórn Íslands að gera.
Nú duga ekki lengur hin hörðu gildi flokkanna. Alvaran er skollinn beint í andlit þjóðarinnar. Það verða allir að snúa bökum saman í þessu gríðarlega verkefni sem framundan er og gera öllum landsmönnum leiðina út úr þessari kreppu eins sársaukalitla og kostur er.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Ljósmyndasíður
- dpchallenge.com Alþjóðleg ljósmyndakeppni
- ljosmyndari.is Ljósmyndasíða
- bhphotovideo.com Ljósmyndaverslun í Bandaríkjunum
- heida.is Ljósmyndasíða Heiðu Helgadóttur
- mats.is Ljósmyndasíða Mats Wibe lund
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.