Ný Framsókn - Nýtt Ísland

Mig langar til að óska framsóknarflokknum til hamingju með nýja forystu flokksins. Í kjöri til æðstu starfa í flokknum voru mjög frambærilegir kandidatar, en ég verð að segja það fyrir mína parta að ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.

Ég hlustaði á Sigmund og Eyglóu í þætti Ingva Hrafns á ÍNN og þau stóðu sig bæði með prýði.

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að fara að hlusta á rödd þjóðarinnar áður en ástandið versnar enn meira. Mótmælin við Alþingishúsið sýna það.

Það eru hagfræðingar eftir hagfræðinga búnir að benda á að til þess að Ísland geti hlotið trúverðugleika í heiminum, þurfi meðal annarsað skipta um stjórn í Seðlabankanum strax og menn eiga bara að hafa bein í nefinu til að byrja á þeirri aðgerð.

Eins og Ingvi Hrafn benti á þá skar Framsóknarflokkurinn á það sem hann kallaði"kýli" með kjöri á þeirri stjórn sem kosin var. Það sama verða menn í ríkisstjórn Íslands að gera.

Nú duga ekki lengur hin hörðu gildi flokkanna. Alvaran er skollinn beint í andlit þjóðarinnar. Það verða allir að snúa bökum saman í þessu gríðarlega verkefni sem framundan er og gera öllum landsmönnum leiðina út úr þessari kreppu eins sársaukalitla og kostur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Sigvaldason
Hilmar Sigvaldason

Ég er áhugaljósmyndari, fæddur 1966

Þegar ég er ekki að leika mér með myndavélina eða annað skemmtilegt, stunda ég vinnu hjá Norðuráli á Grundartanga. Þar hef ég unnið frá því í maí 1998.

Þar áður starfaði ég hjá Samvinnubanka Íslands sem síðar varð Búnaðarbanki Íslands.

Mér leiðist ekkert að hlusta á tónlist með hljómsveitinni Pink Floyd og eins sæki ég tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfréttir eins oft og kostur er. Hvet hvern þann sem hefur gaman af Pink Floyd að sækja tónleika Dúndurfrétta hið fyrsta.  ( Ég er ekki á prósentum frá Dúndurfréttum )

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband